Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 69 . mál.


Nd.

467. Nefndarálit



um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1990.

Frá 2. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hafði lítinn tíma til að fjalla um málið. Efnismeðferð var því nær engin. Annar minni hl. stendur þó ekki gegn afgreiðslu málsins fyrir jólahlé.
    Fjárlög og lánsfjárlög fyrir árið 1990 einkennast af hallarekstri ríkissjóðs vegna útgjaldaþenslu eins og á þessu ári.
    Líkur benda til þess að lánsfjáröflun í ár gangi treglega og ríkissjóður verði að brúa bilið með erlendri lántöku í byrjun næsta árs. Horfur á næsta ári eru enn verri.
    Annar minni hl. mun taka afstöðu til einstakra greina frumvarpsins, en situr hjá við málið í heild.

Alþingi, 21. des. 1989.



Friðrik Sophusson,


frsm.


Matthías Bjarnason.